Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 14. desember 2006
Verst að ég verð 160 ára
Ég held að síðustu 40 árin verði kannski frekar leiðinleg af því að svo margir úr nánasta hring verða dauðir. Svo held ég að 40 árin þar á undan verði líka fremur dapurleg af því að litið verður á mig sem sjúkling, bara af því að ég verð orðin gömul og svo fjörgömul kerling. En það er ekkert samasemmerki þarna á milli.
Foreldrar mínir eru nú farnir að nálgast 160 og eru hraust og hress og ern og spræk og geta allt. Samt eru þau alltaf spyrt við hóp aldraðra og öryrkja af því að það er trendið um þessar mundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Mynd fyrir Ásgerði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Getur ágrip verið langt?
Nei, það finnst mér ekki. Samt þýddi Guðmundur Andri skáldsögu með titlinum Stutt ágrip af sögu traktorsins .... Ég fylltist strax grunsemdum og eftir aðeins 10 blaðsíður eða svo fannst mér þýðingin orðið bera svo sterkan keim af enskunni að ég lagði hana frá mér í fússi. Les hana síðar á ensku.
Og þetta minnir mig á fyrsta ritdóminn sem ég skrifaði. Hann birtist í Veru. Hann var um bók virts rithöfundar. Mér mislíkaði að í bókinni voru tvær ljótar villur sem höfðu sloppið frá rithöfundinum og framhjá ritstjórum og yfirlesurum, fyrir utan að mér fannst bókin tilgerðarleg og skrifuð af bókmenntafræðingi fyrir bókmenntafræðinga, tilbúnar tilvísanir - og sjalið. Ég var ekki hrifin og taldi mig rökstyðja mál mitt.
Nema hvað, rithöfundurinn hringdi og þýfgaði mig um þessar villur, fullyrti reyndar að þær væru ekki. Ég man því miður bara aðra núna, einhver týndi upp af gólfinu en einhver átti að tína það upp af gólfinu. Ég meina, góð villa myndi ég alltaf segja við nemendur mína sem væru að læra að fóta sig í villtustu skógum málfræðinnar en villa samt og átti alls ekki að koma frá Máli og menningu.
Höfundurinn þráttaði ekki meir en var ekki skemmt þegar við kvöddumst.
Ég skrifaði samt fleiri dóma hjá Veru og síðar víðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. desember 2006
Afturlappirnar
Hvar eru afturlappir alþjóðasamfélagsins núna þegar hroðaverkin eru framin í Darfúr? Þegar allir vita og allir fordæma ... gerist samt ekki neitt. Hvað veldur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. desember 2006
Draumar í dós (ekki pilsnersfylgi)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. desember 2006
Dagur eitt. Punktur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)