Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 30. september 2008
Lélegt hjá RIFF
Við ætluðum að sjá dönsku myndina Til döden os skiller á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. Á tveimur stöðum í bæklingnum var hún auglýst kl. 22 en í Fréttablaðinu kl. 22:30 sem virðist vera þessi venjulegi sýningartími. Við ályktuðum að Fréttablaðinu hefði orðið á og vorum mætt upp úr hálftíu. Nei, þá var búið að breyta tímanum þrátt fyrir auglýsinguna og þar að auki var uppselt. Þegar maður er búinn að ákveða að fara í bíó heldur maður sig stundum við það þrátt fyrir óvæntar uppákomur.
Við ákváðum að sjá búlgörsku ný-rökkurmyndina Zift. Ég get alveg haft gaman af svona svörtum húmor en myndin var svart-hvít og textinn úr hvítum stöfum sem oft féllu saman við myndgrunninn. Við sem sagt skildum ekki heilu og hálfu senurnar.
Slappt hjá RIFF. Og þar að auki erum við óhress með að upplýsingabæklingnum hafi ekki verið dreift fyrr en á byrjunardegi hátíðarinnar. Þegar svona mikið er lagt undir á svona lítið að vera í lagi.
Ég áskil mér þó rétt til að bíta í súra eplið og fara aftur á morgun á argentínsku myndina Ljónagryfjuna ef því er að skipta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 28. september 2008
Lagatæknilegt mál?
Er ekki sjálfvirknin í karlkynsku fullmikil?
Hver stendur fyrir því að konur eru allar karlkenndar í svona texta? Þær sjálfir, hmm?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Löngu tímabær ljósmyndaæfing
Ég lærði það helst að þegar ISO er hærra (t.d. 1600) nær maður meiri birtu en fær líka lélegri gæði. Ég tók myndir sem sanna mál mitt. Ef maður neyðist til að taka mynd á móti birtu er til bóta að nota flassið. Birtan er oft mesta vandamálið mitt.
Svo fann ég bláa ljósið:
Og svart-hvíta möguleikann:
En þá var ég ekki búin að fá tilsögn í birtunni.
Ég ætla að æfa mig svaaaakalega mikið eftir hádegi á morgun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Öll él styttir upp
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Íslenskt mál í viðskiptalífinu
Ég fór á morgunverðarfund í stjórnendabaun Háskólans í Reykjavík. Hann var bæði gagnlegur og skemmtilegur.
Flestum fannst ástæða til að hampa móðurmálinu, sumum fannst sjálfsagt samt að enskan væri hvort eð er komin bakdyramegin inn. Hvað á að gera þegar einn útlendingur er á fundinum? Hvað á að gera þegar einn útlendingur er á kaffistofunni? Hvað ef hann er kominn til að vera? Hvað ef hann kemur einu sinni í mánuði?
Það vantar orðabækur. Það vantar orðalista. Það vantar íslenskukennslu handa útlendingum sem vilja semja sig að okkar siðum. Enginn andmælti þessu.
Ég myndi kalla fundinn peppfund nema ég er ekki í stuði til að sletta núna.
Ásgerður brá á leik fyrir fundinn:
Að öðrum algjörlega ólöstuðum fannst mér þessi myndrænastur:
Við neitum að láta deigan síga ... enn um stund.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. september 2008
Erfitt heimilisverk
Úff, að bursta rétt! Auðvitað er vandasamt að elda ætan mat, þvo þvott þannig að ekki fari mikil orka til spillis, ryksuga alla maurana í eitt skipti fyrir öll, jafnvel strauja - en tannburstun, ma'r, er verulegt erfiðisverk.
Mikið vildi ég að hún væri sjálfvirk.
Sjálf hef ég t.d. fengið aðfinnslur fyrir að bursta of mikið - í eina tíð - og í annan tíma of lítið. Það er vegna þess að það er svo erfitt að bursta RÉTT. Eða kannast menn ekki við tannstein?
Úff.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. september 2008
Einelti peinelti
Nú klingir í eyrum mínum aftur og aftur orðið einelti. Þegar ég var í kennaranáminu höfðu margir áhuga á að sérhæfa sig í að ráða niðurlögum eineltis. Ég tek ofan fyrir því fólki vegna þess að það er vandsasamt verk.
Ég kann enga skilgreiningu á einelti. Hins vegar hafa margir skilgreint það, m.a. Dan Olweus. Ég held að flestir noti orðið án þekkingar á hugtakinu, alveg eins og margir segja rok þegar þeim finnst mikill vindur þótt rok sé skilgreint sem tiltekið margir metrar á sekúndu sem er frekar sjaldgæft veður.
Hugtökin einelti og fyrirbærið áfallahjálp eru misnotuð vegna þess að þegar fólk er raunverulega lagt í einelti og þegar fólk verður fyrir virkilegum áföllum er það hjálpar þurfi. Nú heldur ég að fólk sé orðið hást af hrópinu úlfur, úlfur.
-Er það einelti að gagnrýna fólk, jafnvel endurtekið, fyrir illa unnið verk?
-Er það einelti að amast við því að fólk sé viðskotaillt?
-Er það einelti að hafa annan tónlistarsmekk og tala um það?
-Er það einelti að ganga frá smjörinu þegar búið er að nota það?
-Er það einelti að ætlast til að samstarfsmaður/sambýlingur leggi sitt af mörkum þar sem það á við?
Það er varla hægt að tala um svona hluti því að helst þyrfti maður að geta nefnt dæmi. Og þó að svarið við öllum spurningunum sé e.t.v. nei er alltaf hægt að segja að það sé ekki spurning um hver skoðunin eða gagnrýnin sé, heldur hvernig hún er sett fram.
Það er sem sagt varla hægt að fjalla málefnalega um einelti. Og svo geta menn alltaf spurt sig hver einelti hvern.
Mér finnst að menn eigi að vanda sig við notkun þessa orðs því að það er mikilvægt að það sé ekki gjaldfellt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 19. september 2008
,,Við vonum að Jóhannes sé skýrari núna"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 19. september 2008
Kraká eða ekki, þar er efinn
Við erum nokkur búin að bóka okkur í borgarferð til Póllands. Við erum búin að borga staðfestingargjald upp á kr. 10.000 á mann. Það gerðist í maí. Eftir það bætti ferðaskrifstofan á okkur eldsneytishækkun og gengishækkun. Við mótmæltum og rökræddum. Við fengum lækkun upp á kr. 2.300 á mann. Rökin voru að hluta til samþykkt en Neytendastofa getur ekki gert meira fyrir okkur. Það eru grá svæði, vafaatriði og túlkunaratriði.
Nú auglýsir þessi ferðaskrifstofa áfram ferðir til Krakár á einhverju frá-verði, þ.e. þá lágmarksverði. Þegar tiltekinn áfangastaður er valinn kemur upp t.d. að verð á flugi og gistingu sé kr. 44.800 á mann en þegar maður velur áfram verður endanlegt verð 16.656 kr. hærra. Mismunurinn felst í eldsneytishækkun, flugvallarskatti og 9,5% gengisbreytingu.
Nú stendur valið á milli þess að gefa Heimsferðum 10.000 kr. staðfestingargjaldið og fá ekkert fyrir annað en óþægindin eða verðlauna Heimsferðir með því að versla frekar við þær. Hvorugur kosturinn þykir mér góður.
Og mér er pínulítið til efs að það sé samkeppni á þessum ferðamarkaði. Kannast einhver við að einhvern tíma hafi neytandi notið góðs af góðærinu? Hefur einhvern tímann farkaupi fengið sendan heim mismuninn þegar sérlega vel áraði hjá ferðaþjóninum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Beðmál í borginni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)