Tryggingafélagið svínar á mér

Ég er svo ósátt við að tryggingafélagið er búið að skuldfæra á kortið mitt tryggingar til heils árs án þess að vara mig við. Ég hélt að maður fengi alltaf reikninginn sendan heim með meira en mánaðar fyrirvara til að geta sagt upp hjá því tryggingafélagi ef maður teldi sig geta fengið betri samning annars staðar. Og að minnsta kosti ætti ég að fá sundurliðun. Ég bað um að hafa gjalddagann í janúar.

Ekki að það skipti máli hvort maður verslar við .... eða ... í þessum efnum. Samtryggingin er nógu mikil til að neytandanum blæðir alltaf.

Þannig líður okkur alltént.

Þetta snýst ekki um hvort ég hafi efni á 80 þúsund kallinum ...


12 mánuðir eða ár

Vika eða sjö dagar. Sólarhringur eða 24 tímar. Klukkutími eða 60 mínútur.

Skv. tölvuorðabók er sólarhringur á ensku „24 hours; solar day; calendar day“ og allan sólarhringinn „24 hours, at all hours“. Enskumælandi eiga ekki orð fyrir sólarhring sem þeir nota eins og við gerum. Þeir eiga reyndar orð fyrir klukkutíma og ár en brjóta hugtökin samt upp í þessar smærri einingar. Ég skil það ekki, og enn verr skil ég þegar menn tala um að eitthvað standi yfir í sex mánuði frekar en hálft ár, þ.e. á íslensku.

Á ensku er ekki hægt að segja „við Gummi“ - we Gummi? Nei, það er sem sagt ekki hægt. Ættum við þá endilega að fara að segja á íslensku „ég og Joe“ frekar en „við Joe“?

Það er nóg til af spennandi áhrifum erlendis frá þótt við látum vera að ráðast á grunnkerfi tungumálsins (tuttuguogfjórir sjö, 24-7, twentyfour seven).

Kommon!


Bloggfærslur 20. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband