Fimmtudagur, 21. desember 2006
Bursta tennur AÐ MINNSTA KOSTI tvisvar á dag??
Neeeeeeeeeeeeeei. Hvernig vogar bankinn sér að auglýsa svona? Einhver banki er að reyna að gera foreldrum greiða meðan hann kostar einhvern dagskrárliðinn (kannski tannsmiði) og lætur einhverja fígúru segja að maður verði að bursta tennurnar a.m.k. tvisvar á dag.
Hey, ég gerði þau mistök í eina tíð, burstaði eins og landafjandi væri á hælum mér. Afleiðingin var að ég burstaði hálfan glerunginn af. Tannlæknirinn minn varð ókátur. Við verðum að bursta nóg og alls ekki of mikið.
Ef við burstum meira en nóg verða tennurnar eins og hundur Pavlovs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Flugdrekahlaup
Mér er gjörsamlega hulið hvernig flugdrekahlaup getur verið stórmál í einhverju landi. En gott og vel, það vísar út fyrir sig. Nú er ég að lesa Flugdrekahlauparann sem fólk er búið að skæla yfir allt þetta ár og ég skæli frekar lítið. Ég skil alveg að flugdrekinn er táknrænn fyrir voðaatburðinn sem bitnar á Hassan snemma í bókinni en þessi titill getur ekki talist góður til að góma lesendur. Kannski var ég þess vegna svona lengi að taka við mér.
Og ég gafst í fyrra upp á Bóksalanum í Kabúl. Án rökstuðnings.
Sótti mér hagfræði fyrir byrjendur á bókasafnið í gær og geri ráð fyrir að eyða sunnudagskvöldinu í þá lesningu ... Örninn er hættur í sjónvarpinu, hehhe.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)