Verst West Ham?

Já nei nei, eins og Kjartan myndi segja, ég hef engan áhuga á knattspyrnu, ekki einu sinni þótt liðið sé í íslenskri eigu. Já nei nei. Hins vegar eru hvorki Kraftavíkingurinn né Sterkasti maður Íslands íþróttagreinar í neinni alvöru og þess vegna getur maður horft á þá þætti. Og það gerði ég núna svikalaust, reyndar fyrir algjöra tilviljun.

Sætur, þessi Georg Ögmundsson, sérstaklega þegar hann kenndi öðrum um. Nei, í alvörunni, hann var rakið krútt. Svo fannst mér mjög rausnarlegt af Sigfúsi Fossdal að taka að sér að tapa, ekki myndu allir fórna sér svona. Og hann var að auki næstum ósýnilegur.

Nú hlakka ég mest til að sjá Vestfjarðavíkinginn og Sterkasta mann heims - verður það ekki örugglega um jólin líka?

Næsta mál á dagskrá er hins vegar FRIÐARGANGAN. Fáum friðsamleg jól og þó án allrar væmni.


Bloggfærslur 23. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband