Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Detti mér allar dauðar lýs ...
Þá er varla neitt annað eftir en að innrétta nokkra gáma til viðbótar og svo muna eftir að skrá starfskraftinn. Gissur Pétursson hjá Vinnumálastofnun hafði í haust einhver orð um að þar væri pottur brotinn, á að giska 2.400 manns án skráningar og án trygginga.
Það er reyndar frekar rökrétt að ungt og ævintýragjarnt fólk hleypi heimdraganum og veðji á Ísland.
Annars er ég bara hissust á að minn elskulegi bróðir hafi ekki sent mér fréttina í frímerktu umslagi. Við leggjum metnað okkar í að vera ósammála varðandi móttökuskilyrði útlendinga á þeirri herrans 21. öld.
Getur verið að munaður einhverra felist í að vinna bara frá átta til miðnættis ...?
Es. Æ, ég gleymdi að rifja upp að einhvern tímann í desember var á mbl.is frétt um að skatttekjur ríkissjóðs af útlendingum hefðu losað 6 milljarða og sú frétt fékk einhvern veginn enga umræðu. Og nú finn ég hana ekki.
![]() |
Útlent vinnuafl hefur haldið aftur af þenslu og verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Hvað er munaður?
Hmmmm, það er að hafa tíma fyrir sjálfan sig, fá að læra það sem hugurinn stendur til, vinna vinnu við hæfi, umgangast skemmtilegt og/eða forvitnilegt fólk, vera í hita - og ýmislegt fleira sem ég hirði ekki um að tíunda.
Eða jú, það er munaður að fá að blogga og hlusta á meðan á MH og Borgarholtsskóla keppa á Rás 2. Verst að bæði liðin komast ekki áfram. Annars er ég laumuaðdáandi Borgarholtsskóla af því að hann er svo mikill spútnik til nokkurra ára.
Hmmm, hvað er þá andstæðan við munað? Um það bil fátækt á alla kanta. Myndi ég segja.
Nema mitt munaðarleysi er helv. kuldinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Ég man þá Ármann og Sverri Jakobssyni
Þeir eru því miður hættir að keppa í Gettu betur - eitt sinn verður hver að útskrifast úr menntó - en keppnin heldur áfram. Davíð Þór semjandi spurninga og dómari í keppninni rausnast til að birta mér liðin sem keppa í kvöld.
Ég ætla áfram að halda með MS - ótrúlegt er trygglyndi mitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)