Damóklesarsverð

Þetta er orðið sem ég bætti í virka orðaforðann minn í gær meðan ég hlustaði á Gettu betur. Það merkir yfirvofandi bráða hættu og vísar í sögu um sverð sem hékk í hestshári yfir höfði Damóklesar meðan hann naut kræsinga við hirð Díonísíosar á Sikiley á 4. öld fyrir Krist.

Vísindavefurinn útlistar það betur og getur ítarlegri heimilda.

Að auki lagði ég á minnið að Moskva er mannflesta borg Evrópu. Hefðir þú ekki giskað á London?


Bloggfærslur 18. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband