Burtu með barnabæturnar

Já neinei, áður en Habbý byrjar að skamma mig fyrir neikvæðni ætla ég að flýta mér að segja að ég legg alls ekki til að upphæðinni verði skilað til ríkisvaldsins, alls ekki. Ég veit að í sumum tilfellum er upphæðin ekki svo há hvort eð er. Nei, mér finnst orðið barnabætur fela í sér að einhver hafi orðið fyrir skaða.

Og hver varð fyrir tjóni?

Foreldrarnir fyrir að eignast börnin eða börnin fyrir að eignast foreldra? Þetta er nefnilega fráleitt. Það er ekki fráleitt að tala um örorkubætur því að það er þó nokkur skaði að missa t.d. útlim eða sjón. Það er hins vegar fráleitt að tala um ellibætur eða gamalmennabætur, enda tölum við um ellilífeyri.

Lausnin gæti t.a.m. verið sú að foreldrarnir fengju skattkort, kannski kallað barnaskattkort, með börnum að 18 ára aldri þegar þau verða sjálfráða. Skattleysismörkin fyrir einstakling voru að hækka í 90 þúsund kr. en segjum að þau væru 150 þúsund, þá væri mögulega skynsamlegt að fyrir foreldri eins barns væru þau 200 þúsund, fyrir foreldri tveggja barna 240 þúsund. Þetta er ég reyndar ekki búin að útfæra. Ef foreldrarnir byggju ekki saman og vildu dreifa „bótunum“ fengi hvort um sig skattleysismörkin hækkuð í 175 þúsund.

Næsta vers gæti orðið um meðlag ...


Bloggfærslur 5. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband