Misheyrn mömmu vekur kátínu okkar hinna

Þegar Vilhjálmur Þórmundur var spurður í gær í Kastljósinu hvað tæki nú við sagði hann býsna glaðbeittur: Nú hef ég meiri tíma til að spila golf og sinna fjölskyldunni. - Mamma lyftist alveg í sófanum af kæti yfir því að hann ætlaði að nýta tækifærið til að skúra gólf.

Hún þverskallast við að nota lítið tæki í eyrun sem kæmi í veg fyrir ... þessa kátínu hennar. Okkur er í fjölskyldunni líka minnisstætt að þegar hún aðstoðaði bróður minn við afgreiðslustörf í sjoppunni hans kom einu sinni maður og bað um DV og hún fór eins og stormsveipur að leita að réttu battaríi.

Það er ekki ónýtt að eiga svona mömmu.


Bloggfærslur 12. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband