Föstudagur, 12. október 2007
Misheyrn mömmu vekur kátínu okkar hinna
Þegar Vilhjálmur Þórmundur var spurður í gær í Kastljósinu hvað tæki nú við sagði hann býsna glaðbeittur: Nú hef ég meiri tíma til að spila golf og sinna fjölskyldunni. - Mamma lyftist alveg í sófanum af kæti yfir því að hann ætlaði að nýta tækifærið til að skúra gólf.
Hún þverskallast við að nota lítið tæki í eyrun sem kæmi í veg fyrir ... þessa kátínu hennar. Okkur er í fjölskyldunni líka minnisstætt að þegar hún aðstoðaði bróður minn við afgreiðslustörf í sjoppunni hans kom einu sinni maður og bað um DV og hún fór eins og stormsveipur að leita að réttu battaríi.
Það er ekki ónýtt að eiga svona mömmu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)