Sunnudagur, 14. október 2007
Völundarskógur verðskráa símafyrirtækjanna
Vinur minn fór í heimsreisu, notaði símann lítið og skoðaði símareikninginn nákvæmlega þegar hann kom heim. Það kom á daginn að mínútan sem hann hringdi úr símanum var verðlögð á 400 kr. en mínútan sem hann tók á móti símtali á 50 kr.
Auðvitað var hann á ýmsum stöðum þannig að reikisamningar voru eitthvað mismunandi en við sem höfum verið að spjalla um þetta erum sammála um að við höfum staðið í þeirri meiningu að það væri þó skömminni skárra (les: ódýrara) að hringja sjálfur úr símanum. Þetta afsannar það og hvernig er þá best að hegða sér í einstökum utanlandsferðum? Er ekki möguleiki að vita fyrirfram hvað þjónustan kostar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)