Föstudagur, 19. október 2007
Atvinnutilboð
Ég fékk alveg hjartslátt í morgun þegar síminn minn hringdi kl. 8:58 og mér var boðið verkefni við að túlka. Ég hef aldrei gert það og gat því miður ekki tekið tilboðinu því að ég var svoleiðis marglofuð í dag, en þetta tilboð kom bara af því að ég er í þýðingafræðinámi og einmitt núna að stúdera skjalaþýðingar og dómtúlkun.
Menntun býður tækifærunum heim og mikið hlakka ég til þegar það næsta guðar á gluggann.
Ég ætti kannski líka að reyna við löggildingarprófið í febrúar ... já, neinei, umsóknarfrestur er runninn út. Annað tækifæri kemur 2010 - og einhver ýjaði að því að þá yrðum við komin langleiðina í Evrópusambandið og eftirspurnin eftir tungumálafólki yrði gríðarleg.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)