Þriðjudagur, 2. október 2007
66°N, nei takk
Ég heyrði í útvarpinu áðan meðan ég var að vakna að í einhverju blaði kæmi fram í dag að vörurnar frá 66°N væru þrisvar sinnum dýrari hér en í Bandaríkjunum. Því trúi ég. Útivistarfatnaðarvörueigandinn var svo almennilegur að auglýsa á laugardaginn margar vörur með verði - og það er hreint og klárt rán. Fólk í kringum mig hefur ætlað að kaupa regnheldar buxur og jakka í stíl en fórnað höndum og hlaupið grátandi út. Einhver setti undir sig hausinn og keypti húfu og vettlinga fyrir vikulaunin.
En ég er enn staðráðnari í að vera í flísvestinu mínu frá Regöttu og lopapeysunni sem mamma prjónaði. Væsir ekki um mig en ég sel engar vörur fyrir 66° á meðan. Ég á gömlu slitnu úlpuna mína merkta fyrirtækinu og það fellur enginn í stafi yfir henni. Svo á ég reyndar eina flíspeysu frá þeim tíima sem 66° var ekki byrjað að sníða þær til og hún er bara hvorki þægileg né falleg, kannski meira að segja komin í tunnuna.
Nei, úr því að Sigurjón Sighvatsson vill frekar dekra við Bandaríkjamenn en mig verður víst ekkert af því að ég auglýsi vöruna hans fyrir öllum þeim fjölda Bandaríkjamanna sem ég dinglast í kringum á ársgrundvelli.
Ég er ekkert fúl ... en í hvaða blaði var fréttin?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)