Sunnudagur, 21. október 2007
Bjartasta peran í seríunni
Ég heyrði þetta hugtak um stjórnmálamann nýlega og fannst giska sniðugt. Ég brúkaði það sjálf um allt aðra manneskju síðar til að prófa hvernig hugtakið mæltist fyrir og komst þá að raun um að það má auðveldlega túlka á tvo vegu.
Ég ályktaði nefnilega fyrst að það væri kostur að vera björt pera sem lýsti vel - en hey, björtustu perurnar eru alltaf við það að springa.
Gæti maður þýtt pælinguna yfir á ensku?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 21. október 2007
Já, takk, við nýrri sundlaug í Reykjavík
Ég kætist ógurlega við tilhugsunina um nýja sundlaug í Fossvogsdalnum. Megi hún ekki verða eins og Sundabraut sem ætlar ekki að komast út úr umræðunni, megi nýja laugin verða að veruleika. Og megi arkitekt sem fer oft í sund hanna bygginguna og aðstöðuna. Fossvogsdalurinn verður að fá að njóta sín, sólaráttin og útsýnið. Og, góði guð, passaðu að arkitektinn teikni búningsklefana þannig að maður þurfi ekki að leggja sundfötin á öxlina meðan maður teygir sig eftir fötunum.
Elsku besti guð, hafðu laugina 50 metra. Þá skal ég vera reglulega stillt og ekki tala um nýja útilaug við Sundhöllina við öll tækifæri. Hvað er annars að gerast með laugina sem átti að koma þar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)