Þriðjudagur, 30. október 2007
Black Adder í sjónvarpinu mínu
Goðsögnin birtist í sjónvarpinu mínu, á BBC Prime. Dásamlegur svartur húmor - og ég heyrði Rowan Atkinson tala! Hann er ekki bara fíflið Mr. Bean. Hann getur leikið.
Það hlýtur einhver að vera sammála mér um þetta (en ég veit um marga sem eru það ekki).
Ég var sem sagt að sjá þátt með Black Adder (Svarta skröltorminum?) í fyrsta skipti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Tíu litlir strákar - bara
Ég þori varla að segja þetta en ég var að lesa pistil Gauta Eggertssonar og allar athugasemdirnar á eftir og andlitið á mér lengdist og lengdist þegar ég sá að enginn gerði athugasemd við að það eru bara strákar sem fara sér að voða.
Gera litlar stelpur sig ekki sekar um afglöp? Ætlar enginn að taka upp þykkjuna fyrir stráka?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Kvartað undan IBM
Náfrændi minn, systursonurinn, sem veit meira um tölvur en ég segir að IBM hafi hrakað til muna. Ég veit ekki hvað er hæft í því en veit að stykkið mitt er ekki við góða heilsu. Ég er bara búin að eiga þessa fartölvu í á að giska ár og battaríið neitar núna að hlaða sig. Þess vegna er ég með stórt rautt X í rafgeyminum og ef ég tek tölvuna úr sambandi myrkvast skjárinn.
Ég hef gætt þess að tæma battaríið einu sinni í mánuði þannig að heilsuleysi hennar er ekki mér að kenna.
Ætti ég að skæla framan í Nýherja?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)