Það má misskilja Orðið á götunni

Mér verður endrum og eins litið inn á Orðið á götunni. Núna stendur þar þessi málsgrein frá því í gær:

Orðið á götunni er að þótt enn sé eftir að virkja eitt einasta kílóvatt af jarðvarma í útlöndum á vegum Reykjavík Energy Invest sé fyrirtækið búið að gjörnýta alla helstu virkjunarkosti meðal kosningarstjóra.

Ég hélt að aðeins bara eitt kílóvatt væri óvirkjað. Var ekki eðlilegt að ég lenti á þessum villigötum?

Að öðru leyti er Orðið bara í skemmtilegum orðaleik með virkjanir. Og þarna kemur líka fram að Rúnar Hreinsson var þessi kosningastjóri sem ég fann ekki nafnið á um helgina. En HVER er Rúnar Hreinsson?


Bloggfærslur 9. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband