Laugardagur, 17. nóvember 2007
Ólöf (40)
Ekki hefði ég trúað því upp á tónlistaráhugaleysingjann mig að hringbrosa yfir karlakór. Það gerðist þó í gærkvöldi í eðalafmælinu hennar Ólafar sem á kyn til tónlistar í báðar langættir. Það var ekki lítið sem ég öfundaði hana af söngnum sem var sunginn til hennar í gær, hún sat eins og drottning á stól á miðju gólfi meðan 30 stórsöngvarar sungu henni óð á hnjánum. Og skolli sem það klæddi hana vel.
Kjams, hvað veitingar voru bragðgóðar og veislan öll hin besta. Ég sendi afmælisbarninu mínar hugheilustu kveðjur.
Karlakór Reykjavíkur verður með tónleika viku fyrir jól. Það gæti hent mig að mæta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)