Föstudagur, 2. nóvember 2007
Svarið er: birgjarnir
Ég horfði á kvöldfréttirnar í fóðurhúsum. Þar var fjallað um meint samráð. Kannski var samráð, kannski ekki. Verð er samt lægst í Bónusi. Ég varpaði fram spurningunni: Ef Bónus og Krónan hafa samráð með sér - hver tapar?
Mamma sagði: birgjarnir.
Mamma er séð. Ég var búin að gleyma birgjunum. En í kvöld rifjaðist upp fyrir mér þegar ágætur poppkornssali sem seldi bróður mínum, sjoppueigandanum, popp í eina tíð og hann sagði að Bónus kúgaði hann til að selja poppið undir kostnaðarverði. Kynni okkar poppkornssala voru með því móti að ég hafði ekki ástæðu til að vefengja orð hans.
Fyrir vikið varð hann að reyna að vinna tapið upp annars staðar. Hlýtur það ekki að vera? Poppið kostaði meira út úr heildsölunni en í verslunum Bónuss. Ætli það sé ekki eitthvað til í skarpskyggni mömmu? Líða ekki birgjarnir - og ef þeir ætla að halda sér í bransanum þurfa þeir ekki að ... taka vanlíðan sína út á öðrum smásölum?
Ég veit samt ekkert um samráð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)