Nýtt hleðslutæki komið í hús

Til að allrar sanngirni sé gætt ætla ég að skrá hér og nú að Síminn reyndi ekki að rukka mig fyrir nýju hleðslutæki þegar ég sótti símtækið úr meintri viðgerð í dag. Hleðslutækið var vissulega ónýtt en orðið rúmlega ársgamalt og því hafði verið hótað að ég yrði að kaupa nýtt (eða ónýtt, hehe?). Síminn gerði skynsamlega í að reyna ekki að láta mig borga.


Eins og ég væri látin spá fyrir um launin mín

Í mínum augum er Kaupþing hreinn og beinn hagsmunaaðili þegar kemur að fasteignamarkaði. Og margir skulu vera mér sammála um það. Hvernig má þá vera að bankinn spáir fyrir um fasteignaverð sem hann lánar út á? Honum er akkur í því að markaðurinn frjósi ekki. Auðvitað spáir hann hækkun á næstu árum þótt það sé óskhyggja.

Tekur einhver mark á spádómnum? Ég spái því að mínir vinnuveitendur ætli að hækka mig upp í 17.500 kr. á tímann, launþegalaun.


mbl.is Kaupþing: kólnun en ekki frost á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband