Jólabókaflóðið fellur að

Ég fékk fyrsta þefinn af jólabókalestri í kvöld. Mér var reyndar hálft um hálft boðinn Harðskafi Arnaldar til láns í hádeginu en sökum ófyrirgefanlegs athugunarleysis míns láðist mér að þekkjast það góða boð.

Í kvöld lá leið mín á Bókasafn Hafnarfjarðar sem stendur fyrir Kynstrunum öllum. Fimm höfundar lásu úr bókum sínum og heillaði mig sú sem ég átti síst von á. Það var mikil öndvegisstund í miklum þrengslum og nú er ég staðráðin í að lesa Bíbí sem ég var áður staðráðin í að lesa ekki. Það má vel vera að ég heillist ekki af spágáfunni en Vigdís Grímsdóttir hitti í mark með lestrinum.

Svo mun ég spennt lesa Sautjándann eftir Lóu Pind Aldísardóttur sem ég þekki að góðu einu úr fréttum. Í bókinni sinni var hún búin að vopnvæða strandlengjuna sem er heldur nöturleg framtíðarsýn. Þess þá heldur er manni hollt að vera undir innrásina búinn ...


Bloggfærslur 22. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband