Ég nota alltaf tækifærið til að segja útlendingum frá vetninu þegar við keyrum framhjá stöðinni

Í hinum klassíska Gullhring keyrir maður einu sinni framhjá vetnisstöðinni og ég sleppi ógjarnan tækifærinu til að segja ferðalöngum af framtíðardraumum okkar Íslendinga, a.m.k. mínum, sem sagt að við munum þegar upp verður staðið keyra fyrir vetni í stað bensíns eða olíu. Ég hef staðið í þeirri meiningu að síðasta eina og hálfa árið hafi einir þrír strætisvagnar og 40-50 fólksbílar verið knúnir með vetni. Sá galli er á gjöf Njarðar að þetta er eina stöðin þannig að maður skutlast ekkert á vetnisbíl lengra en kannski til Hveragerðis. Ég sé ekki í þessari frétt að til standi að fjölga stöðvunum. Stendur það samt til? Verður hægt að taka vetni á Akureyri fljótlega?

Ég á reyndar engan bíl - en getur ekki verið að ég hafi séð í fréttunum nýlega eitthvað um að eldsneytisverð hafi hækkað, og m.a.s. frekar mikið? Hvað kostar svo vetnislítrinn (og hvað kostar farartækið)? Hversu miklu betur fer notkun vetnisbíla með umhverfið en önnur vélknúin farartæki?


mbl.is Vetnisstöð vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband