Leiðsögumenn búnir að funda einu sinni með SA

Vefurinn okkar flytur þau tíðindi af samningaviðræðum leiðsögumanna og Samtaka atvinnulífsins að kröfugerð hafi verið lögð fram og að næsti fundur verði um miðja næsta viku. Magnús Oddsson, ekki-ferðamálastjóri, sem útskrifaðist með mér árið 2002 og sem ég hef óbilandi trú á er hóflega bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót. Það held ég að sé dulkóðun fyrir að ekki verði samið fyrr en 17. maí 2009 eða svo. Samningar eru hins vegar lausir 31. desember nk.

Efsti dagvinnutaxti er kr. 1.450 - með orlofi. 17% hækkun flytti taxtann upp í kr. 1.697. Ég vel töluna 17% að vel yfirlögðu ráði - samt er tímakaupið lágt.

1.697 * 170 tímar = 288.490 (með orlofi og óvissu í ráðningu).

Ég veit um leiðsögumenn sem finnst þetta ágætt.


Bloggfærslur 30. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband