Mig langar að fara

Forvitnilegur fyrirlestur á miðvikudagsmorgun:


Munum við glutra niður ferðaþjónustunni á Íslandi?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að leiðsögumenn hafa ekki fengið löggildingu á starfsheiti sitt. Rökin gegn því eru fánýt og engin man ég önnur en þau að fái leiðsögumenn löggildinguna setji það annálaða kunnáttumenn til hliðar. Sjálf sæi ég enga sérstaka meinbugi á að Ari Trausti og Arthúr Björgvin fengju að taka stöðupróf og hljóta þannig náð fyrir augum löggildingarstimpilsins.

Ég réð engu um málið meðan ég var í stjórn Félags leiðsögumanna og engu ræð ég núna.

Nú er allt útlit fyrir frekari ógnir við fagið og stéttina. Stefán Helgi Valsson flytur okkur fregnir af því að lektor í ferðamálafræðum sjái fyrir sér að erlend stórfyrirtæki kaupi upp fyrirtæki á Íslandi í ferðaþjónustu. Öll fyrirtæki í bisniss vilja græða þannig að verði þessi veruleiki ofan á hér má búast við enn þrengri stakk sem okkur verður sniðinn.

Ég er svo lítið verseruð í viðskiptum að ég átta mig líklega ekki til fullnustu á gróðamöguleikunum í ferðaþjónustu á Íslandi. En ætli þeir séu ekki þó nokkrir?

Í öðrum löndum er sums staðar mikið lagt upp úr fagmennsku. Ég sé þann kost helstan við löggildingu að hún ætti að ábyrgjast það að sá stimplaði kynni til verka, vissi viti sínu um staði, fólk og ástand ásamt því að skilja það umhverfi sem gestirnir koma úr. - Tryggir löggildingin það? Nei, en hún ætti þó að geta síað burtu lakara starfsfólk. - Er útilokað að hæft fólk sinni starfinu án þess að vera löggilt? - Vitaskuld ekki, en ef löggildingunni fylgir hærra kaup og meira starfsöryggi eru umtalsverðar líkur til að fleira hæft fólk veljist í stéttina.

Það held ég.


Bloggfærslur 10. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband