Þriðjudagur, 11. desember 2007
Ég er orðafasisti, ég játa það
Þessa færslu las ég í Orðinu á götunni:
Sindri Freysson, rithöfundur og margreyndur blaðamaður er kominn til starfa á ritstjóran Viðskiptablaðsins og sestur í sætið hans Ólafs Teits Guðnasonar, sem er orðinn starfsmaður Straums-Burðaráss. Á næstunni mun svo Arnór Gísli Ólafsson, viðskiptablaðamaður á Mogganum, flytja sig um sel og hefja störf á Viðskiptablaðinu.
Af öðrum atvinnumálum blaðamanna er það helst að frétta að Jóhann Hauksson, hinn gamalkunni haukur, er hættur störfum á dv.is.
Leturbreyting mín.
Ég les Viðskiptablaðið flesta daga, a.m.k. flesta föstudaga, og mun spennt fylgjast með hvernig Arnór þrífst á selnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)