Föstudagur, 14. desember 2007
Metafgangur
Mér er ógleymanleg stundin á fundinum í bæjarfélaginu sem ég starfaði fyrir 2000-2001 þegar fjármálastjóri lýsti yfir ánægju með að leikskólarnir nýttu ekki allan peninginn sem þeim hafði verið skammtaður og leikskólastjóri sagði festulega að það kæmi ekki til af góðu, kaupið væri svo lágt að ekki fengist starfsfólk sem þýddi að peningurinn gengi ekki út en starfsfólkið sem fyrir væri ynni yfir sig.
Einhvern veginn öðruvísi orðað svo sem.
Þarna lærðist mér hið sjálfsagða, að ekki eru alltaf góð tíðindi að skila miklum afgangi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. desember 2007
Terry Gunnell með fyrirlestur um jólasveinana í Þjóðminjasafninu
Ég nota flest tækifæri til að segja frá jólaveinunum þegar ég er leiðsögumaður, *hóst*. Ég er áreiðanlega nýbúin að nefna hvað ég er efins um enskt yfirheiti, eru þeir Fathers Christmas(es) (verður að vera fleirtala), Christmas Lads, Santa Clauses - eða Yule Lads eins og bókin mín heitir sem Brian Pilkington myndskreytti?
Á morgun gefst gullið tækifæri til að heyra hvernig Terry Gunnell nálgast viðfangsefnið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)