Mánudagur, 3. desember 2007
Jólabók er inni
Hvur skrambinn, hér sit ég í afhallandi kvöldi og aðlíðandi nótt og fletti upp í Gegni og kemst að því að á bókasafninu mínu er bæði einn Arnaldur og einn Einar Már, og Yrsa í frágangi. Ætli sé dónalegt að standa á þröskuldinum þegar safnið verður opnað á morgun?
Reyndar gæti verið að ég þyrfti að vera annars staðar kl. 10.
Skrambans.
Ég er þó það heppin að Alþingisrásin er ennþá kvik ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
Illa nýttur starfstími
Góðkunningi minn sem vinnur þægilega innivinnu fullyrðir að 30% af starfstíma þeirra sem sitja við tölvu allan daginn sé eytt í þágu starfsmannanna sjálfra. Ég hef enga trú á því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)