Öfund út í auðmenn

Nú er Silfur Egils í endurflutningi í sjónvarpinu mínu. Jón G. Hauksson vænir okkur um að öfundast út í auðmenn þegar þeir auðgast en vorkenna þeim ekki þegar þeir tapa.

Þetta er misskilningur. Þegar menn auðgast miklu meira en venjulegir launþegar breikkar bil. Þeir sem verða mjög ríkir hafa efni á meiru og missa kannski skilninginn á verðgildi venjulegra hluta. Þegar þeir hafa efni á að kaupa hús fyrir 100 milljónir, rífa það allt og byggja nýtt fyrir 200 milljónir er hætt við að hinir í götunni vilji líka gera góða sölu. Og ég fullyrði að þetta hefur átt þátt í að hnika verði fasteigna upp á við. En ég er ekki greiningardeild banka.

Þegar menn vita ekki aura sinna tal er ekki hvati til að fara vel með fé, a.m.k. ekki sitt eigið.

Ég öfunda hvorki Hannes, Jón né Björgólf. Ég óska þeim bara góðs en ég sé enga ástæðu til að vorkenna þeim þótt þeir tapi kannski í einu vetfangi 30% af gróða eins árs. Og segi mér þeir sem vit hafa á: Er það ekki vegna þess að þeir taka áhættu? Og er það ekki einmitt áhættan sem stundum færir þeim skjótfenginn gróða?


Bloggfærslur 30. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband