Þriðjudagur, 4. desember 2007
Kakó og pönnukökur með heilbrigðu spjalli
Nú gefst okkur leiðsögumönnum tækifæri til að spjalla um fagið á afmæliskakófundi. Hvernig segja leiðsögumenn t.d. frá flekakenningunni þegar henni hefur verið úthýst af Þingvöllum? Breyta sumir engu þar? Ég hitti Borgþór Kjærnested nýverið og hann sagðist segja frá henni í grennd við Selfoss. Ég fer ekkert endilega framhjá Selfossi þótt ég fari á Þingvelli.
Þýða leiðsögumenn öll örnefni? Þau helstu? Engin? Parliament Plains? Smokey Bay? En örugglega íslensku heitin þá með, ekki satt?
Ég á von á a.m.k. Ursulu, Bryndísi, Þórhildi og Magnúsi úr árganginum mínum. Vonandi Möggu. Pétri líka ef hann er ekki að sinna skyldustörfum á Blönduósi. Aðrir eru bónus! Hvað með Auði, skyldi hún koma frá Hvammstanga?
Og skyldu mínar ágætu bloggvinkonur Lára Hanna og Steingerður eiga heimangengt??
Spennan er óbærileg að verða. 21 klukkutími fram að kakófundi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)