Fimmtudagur, 6. desember 2007
Huglægni bókmenntaverðlaunanna
Mikið óskaplega hljóta þetta að vera FRÁBÆRAR fagurbókmenntir ef þær skáka Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Án gamans skil ég ekki - frekar en endranær - hvernig hægt er að keppa í smekk. Fyrir hvern eru þessi verðlaun?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Spennandi umsóknir um starf ferðamálastjóra
Um áramót verður ráðinn nýr ferðamálastjóri. Frestur til að sækja um rann út á sunnudaginn, samkvæmt vef samgönguráðuneytisins verður farið yfir umsóknir næstu daga og vikur en svo á að ráða frá og með 1. janúar nk. Hmm, ég vona að ekki verði kastað höndunum til ráðningarinnar því að á listanum er margt gott fólk. Og það skiptir þessa stoð atvinnulífsins á Íslandi miklu máli að hæf manneskja verði ráðin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)