Hverjum er ekki sama um jafnrétti?

Ýmsum.

Síðunni barst furðuleg saga um venjulegan skóla á Íslandi. Þar er mönnum gert að skila verkefnum. Karl og kona komu sér saman um hina fullkomnu samvinnu, hún vann öll verkefnin fyrir bæði. Fyrir þau sem hún skilaði í eigin nafni fékk hún 8 en fyrir þau sem hún skilaði í hans nafni fékk hún 9.

Ég spurði aðilann sem sagði mér: Og hvað, kvartaði hún ekki?

Uuuu, nei, þá hefði hún komið upp um hið gullna plott þeirra. Hún beit sig í vörina og hætti.

Og nú mega áhugasamir giska á eðli námsins.


alla vega - allavega

Ég segi ekki að ég gráti mig í svefn en hvers vegna í ósköpunum notar fólk alla vega eða allavega þegar það vill segja að minnsta kosti?

Skv. tölvuorðabók:

LÓB

alla·vega1

• margvíslegur, af öllu tagi

allavega menn


kýr - kú - kú - kýr

VöfflubaksturAllir 101-búar skyldu taka sig upp endrum og eins og bregða sér í sveitasæluna, einkum ef jafn góður kostur og Arnarholt í Stafholtstungum býðst. Þangað brunaði ég í litlum og vel uppfærðum hópi um helgina. Arnarholt er nefnilega ekki bústaður, heldur gamall bóndabær, vantaði bara kýrnar og ærnar.

Ég ætla ekki að tíunda viðburði helgarinnar, segi bara þetta: Við bökuðum ógrynni af speltvöfflum á laugardaginn og vegna þess að við torguðum þeim ekki vildu sumir henda þeim - í ruslið beinustu leið. Gæsahjartað í mér tók kippi og lá við andarslitrum en ég fékk að setja þær í poka og ætlaði að gefa öðrum fuglum en mávinum á mánudag. Hins vegar millilentu þær í vinnunni hjá mér, var stungið í brauðristina og etnar af mikilli lyst - stökkar eins og þær væru nýbakaðar.

Þetta má skilja sem nýja heimilisráðið.


Bloggfærslur 13. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband