Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Aðhald kaupandans
Ég fór aftur í búð í dag og nú ætla ég að taka þessar vörur í fóstur:
Kryddfetaostur frá Mjólku, 200 g: 167 kr.
Sólþurrkaðir tómatar frá Söclu, 280 g: 299 kr.
Gullgráðaostur frá Akureyri, 125 g: 208 kr.
Spínat frá Hollu og góðu, 200 g: 267 kr.
Svo bið ég bæði að heilsa talsmanni neytenda og öllum neytendum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Hvað merkir ,eða´?
Hugsið nú málið. Auðvitað vitum við að eða er samtenging, þú eða ég, nei eða já o.s.frv. En hvernig notar fólk eða?
Hittumst eftir helgi eða strax á mánudaginn.
Þetta var fjórðungur eða 25%.
Hann þoldi ekki hugmyndina eða honum var fullkomlega misboðið með þessari tillögu.
Það sem fólk vildi sagt hafa í stað eða er það er (þ.e.) til nánari skýringar á orðum sínum. Aftur verð ég að segja að ég missi ekki svefn yfir þessu en hins vegar skil ég ekki að menn skuli nota orðið svona og enn síður skil ég að ég heyri aldrei neinn tala um þetta. Og vinn ég þó með fólki sem lætur sér tungumálið ekki í léttu rúmi liggja.
Prófum eitt dæmið: Þetta var fjórðungur, þ.e. 25%.
Þetta er ekki þágufallssýkin sem lamið hefur verið á árum saman með litlum árangri, þetta er eða-sýkin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)