Annállinn sem gefinn var út í síðustu viku í fyrsta skipti

Ég var einhvern veginn ekki mjög forvitin um Krónikuna þótt mér virðist Pétur Gunnarsson telja mig í markhópnum en þar sem ég hnaut um hana í kvöld fletti ég henni vitaskuld. Vissulega var pistillinn um sjávarútveginn í Rússlandi forvitnilegur og sitthvað fleira smálegt en uppistaðan fannst mér vera skoðanir sem ég get nálgast mikið hraðar á blogginu.

Þar sem þetta var fyrsta blaðið er ég auðvitað umburðarlyndari en andskotinn, en línuskiptingar í næsta tölublaði mega ekki vera tölvugerðar, a.m.k. ekki ef tölvan er svona vitlaus.


Étinrexa

Manni er nú umhugað um íslenska tungu, framþróun hennar og fjölbreytileika. Ekki vil ég að hún staðni og tréni eins og uppþornuð vefsíða. Ég fékk í morgun tækifæri til að rifja upp hina góðu sögn étinrexa sem varð til í skrafli nýlega. Merkingin er augljós, að gera veður út af matnum sem manni er gert að borða í mötuneytinu, á oftast við um matvönd börn.

Ég sé nú að orðið myndi gera sig engu minna gildandi í fimbulfambi.


10 dagar til stefnu

Ekki dugir að kaupa bara í matinn fram að degi hinna miklu virðisaukaskattslækkana.

Johnson's baby oil með aloe, 200 ml: 520 kr. hjá Lyfju

Ég var búin að hugsa mér að gá að einhverjum fötum, en það er svo erfitt að bera saman peysu og peysu - nema sama peysan sé.


Bloggfærslur 20. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband