Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Svo var ég að tala við smið
Hann sagði mér að námið í Iðnskólanum á sínum tíma (fyrir kannski 10 árum) hefði verið ótrúlega þunglamalegt, gamaldags og langt á eftir. Er þetta ekki annars tvöföld endurtekning? Honum var líka talsvert niðri fyrir. Hann heldur að einkavæðing IR gæti orðið til góðs. Ég hef áhyggjur af iðnnámi og áhugaleysi gagnvart því - en þýðir ekki einkavæðing að skólinn fer á markað og kaupendur ætli að græða, óhagkvæmt nám líði undir lok og atvinnulífið verði fátæklegra?
Er það ekki svoleiðis?
Af hverju jókst þá ekki fjölbreytnin í bönkunum, af hverju lækkuðu ekki gjöldin og af hverju stórbatnaði ekki þjónustan? Þar er ég reyndar þakklátust fyrir heimabankann minn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
You're smart, not to have euroed yet
Eitthvað svona sagði Breti við mig áðan og ég tek það ekki til mín persónulega ... Svo sagði hann að það ógáfulegasta sem Bretar hefðu nokkru sinni gert hefði verið að ganga í Evrópusambandið, nú gerðu þeir ekki annað en að taka við tilskipunum frá Þjóðverjum og fyrirmælum frá Frökkum.
Í kveðjuskyni sagði hann að Bretar horfðu til okkar öfundaraugum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)