Sunnudagur, 25. febrúar 2007
118
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Kenning mín um álverskosninguna heldur enn velli
Handahófskennd könnun mín á því hvort Hafnfirðingar muni greiða atkvæði með eða á móti stækkun álversins í Straumsvík heldur enn, þ.e. að hinir eldri séu heldur með og yngri á móti. Þeir sem eru orðnir fimmtugir muna vel hversu mikil lyftistöng álverið var fyrir 40 árum og meta það við það. Þeir sem eru undir þrítugu eru öðruvísi átthagabundnir, sjá fleiri tækifæri í því að halda landinu frá álverinu og endurvinna svæðið eftir kannski 20 ár eða svo þegar álverinu verður mögulega lokað.
Það eru sem sagt tvær firnaspennandi dagsetningar framundan, 1. mars þegar virðisaukaskatturinn verður lækkaður (reyndar byrjaður að lækka nú þegar sem er ánægjulegt) og 31. mars þegar kosið verður í Hafnarfirði.
Svo verður Diplómatti með fyrirlestur bráðum ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Bronwyn
Ég var skírð Bronwyn upp á velsku í gær. Bretarnir sem ég umgekkst lungann úr helginni og sem ég umskírði með jafngildum íslenskum heitum beittu sama bragði á mig. Það var um það bil það skemmtilegasta við heimsóknina.
Ég er greinilega ekki víkingur (og þaðan af síður þeir) því að mér varð kalt inn að beini á föstudaginn þegar ég hossaðist um Langjökul og ég er enn að þiðna. Kalda sjávarréttaborðið jók á hrollinn. Gunni og Doddi sem eru á myndinni voru alls óbrúklegir til varmagjafa og ef ég væri eigingjörn myndi ég óska mér hnatthlýnunar í auknum mæli og 25 stiga meðalhita á Íslandi - en ég veit að það kæmi ekki öllum heiminum jafn vel. Sniff.
Ferðalög | Breytt 26.2.2007 kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)