Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Raunasaga úr grunnskólastarfi
Ég hef mikla samúð með dugmiklum, metnaðarfullum og hugmyndaríkum kennurum sem eru á lélegu kaupi. Í augnablikinu hef ég samt meiri samúð með systur minni, bekkjarfulltrúanum fyrir hönd foreldra, sem skipulagði leikhúsferð hjá bekk dóttur sinnar, fékk afslátt í leikhúsinu, talaði við kennarann, samdi kynningartexta, talaði aftur við kennarann upp á að senda tölvupóst á alla, sú vísaði á annan kennara sem vísaði á skólastjórann - og í stuttu máli datt ferðin upp fyrir af því að boðleiðirnar urðu of langar og skrykkjóttar.
Systir mín er mjög fylgin sér en hún fékk alltaf þau svör að þetta yrði í lagi og svo var bara ekki gert það sem þurfti að gera.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)