Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Burt með símana úr bílunum
Ég heyrði frétt um að einhver vildi banna alla símanotkun í bílum á ferð, las hana ekki þannig að ég man ekki gjörla hvernig fréttin var. Þá verður líka að banna mönnum að drekka kaffi, snýta börnunum, mála sig, bölva umferðinni og láta hugann reika.
Ég hef reyndar löngum haft efasemdir um að handfrjálsi búnaðurinn bjargi miklu. Ég held að athyglisbresturinn sé í alvörunni stóra vandamálið í akstri.
Ég hef einu sinni lent í árekstri. Það var sannarlegur á-rekstur vegna þess að ég sem annar bíll á ljósum tók lauslega af stað sem fyrsti bíll. Ég held að fremsti bíllinn hafi einmitt verið í hugleiðingum frekar en að hafa hugann við aksturinn. En það var sannarlega ég sem rakst á.
Eftirlitið auðveldast til muna ef símarnir verða bara bannaðir með öllu. Nema hjá farþegunum auðvitað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Einkafyrirtæki með netaðgang læstan
Vinkona mín sem vinnur við innheimtu hjá einkafyrirtæki kemst ekki á t.d. Moggabloggið í vinnunni. Á það reyndi í gær en annars er hún lítið á rápinu í vinnutímanum. Ég veit ekki hvað fleira henni er bannað, nema það að msn-ið var tekið af öllum starfsmönnum fyrir stuttu af því að einhver misnotaði það. Það tefur fyrir henni því að áður gat hún átt í samskiptum við samstarfsfólk í innheimtu meðan hún var með viðskiptavin í símanum.
Lok lok og læs, allt í stáli. Það virðist vera auðvelt að meina fólki um aðgang.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)