Hlutfall af kaupverði

Já, er nokkur ástæða til að vorkenna eigendum Símans? Einhvern veginn gátu þeir önglað saman 66,7 milljörðum til að kaupa hann (með grunnnetinu) og seldu þeir ekki einmitt grunnnetið frá sér aftur? Og myndu nokkuð viðskiptavinir njóta góðs af þótt Síminn væri rekinn með hagnaði frekar en viðskiptavinir bankanna? En þegar upp er staðið - er þetta ekki bara plattap eins og hjá tryggingafélögunum sem afskrifa stórar summur í sjóði til að mæta síðari tíma afföllum?


mbl.is 3,6 milljarða króna tap á rekstri Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðavíkurmálið

Maður þarf ekki að fjölyrða um sorgina yfir því sem þolendur upplifðu í Breiðavík. Það sem mér finnst eftirtakanlegast eftir að hafa séð viðtölin í Kastljósinu (og ég tek ofan fyrir Kastljósinu sem ég var eiginlega búin að afskrifa eftir að það lengdist) er hvað þeir eru upp til hópa vel máli farnir. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi, a.m.k. sumir, sagt frá upplifun sinni áður, orðað hugsanir sínar og líðan, en þeir eru fyrir allra augum og suðandi myndavéla - og þeir eru svo skýrir í hugsun og tali.

Ég man reyndar að ég hugsaði líka þegar ég sá myndina um Lalla Johns um árið hvað utangarðsmennir voru skáldlegri og heimspekilegri en ég reiknaði með. Ég held að þetta sé ekki um fordóma mína, heldur merki um greind þeirra.


Nýja stefið sem um er rætt

Fréttatíminn var að byrja - ég verð bara hrifnari af stefinu nýja. Ég er líklega naumhyggjumanneskja, stefið tekur fljótt af, er lágvært og mér finnst það hljóma vel.

Fríkirkjuvegur 11

Ég verð að viðurkenna að ég er mjög dús við að Novator Björgólfs muni kaupa Fríkirkjuveg 11. Húsið er byggt sem íbúðarhús og ég trúi að það hafi ekki hentað vel sem skrifstofubygging. Að því sögðu verð ég náttúrlega að viðurkenna að aldrei hef ég unnið þar.

Björgólfur er einhvern veginn viðkunnanlegur - og svo ætlar hann að gera húsið að safni. Mér finnst það reyndar svolítið grunsamlegt, en sjálfsagt hangir ekkert á spýtunni.

Ég geng þarna framhjá daglega og ætla að gefa húsinu góðan gaum framvegis og sjá hvort það verður ekki bara enn reisulegra þegar fram líða stundir. Ég treysti því að staðið hafi verið við stóru orðin um að selja ekki stóran hluta lóðarinnar með, garðurinn verður enn í minni eigu.


Bloggfærslur 8. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband