Berfætt á sandölum

Sem ég hjólaði í reykvísku vonskuveðri milli hverfa 107 og 101 áðan - og bölvaði hraustlega meðan lak úr nefinu á mér - ákvað ég að kveikja á útvarpinu í símanum mínum. Fyrir valinu varð Útvarp Saga og umsvifalaust komu Sigurður G. Tómasson og Guðmundur Ólafsson mér í gott skap með rússneskum sögum og öðrum.

Ræræræ.


Debetkort fermingarbarna

Bankarnir mega gefa út debetkort á 14 ára gömul börn, segir í Blaðinu í dag, og foreldrarnir þurfa hvergi að koma þar nærri. Lögfræðingar segja lögin alveg skýr og einhverjir benda á að svona geta foreldrar ekki misnotað fé barna sinna. Ég veit ekki hversu algengt það er.

Spurning mín er: Hvað gerist ef börnin fara yfir inneignina - þrátt fyrir að debetkort séu með betri stoppara en ávísanaheftin voru eru þess engu að síður dæmi að menn eyði umfram efni - og steypa sér í skuldir? Hvern ætla bankarnir að rukka? Eða lengja þeir þá bara í taumnum til að tryggja sér átthagabundna framtíðarviðskiptavini?

Lagagreinin sem Blaðið vísar í, 75. grein lögræðislaga, talar bara um sjálfsafla- og gjafafé, ekki aðferðina við að koma því út. Mér finnst ekki eins og minni hagsmunum sé þarna fórnað fyrir meiri.


Bloggfærslur 10. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband