Þriðjudagur, 20. mars 2007
Nú er mér allri lokið
Veðrið gerir mér lífið leitt. Ég veit að ég má ekki kvarta í Reykjavík af því að það er meiri vetur í öðrum landshlutum, en mér finnst samt hábölvað að hjóla þegar rigningin er lárétt. Það er í raun ekkert sem hvetur mann til að sýna umhverfisvænleika sinn í verki - nema náttúrlega þrjóskan. Skjól og stígar gætu hvatt mig - og styrkt í mér þrjóskuna.
Í gærkvöldi hefur einhver sent á mig vúdú því að ég vistaði merkilegt skjal sem ég er að þýða á tempi og fann það alls ekki aftur, alls ekki, og er ég þó talsvert lunkin við það. Vúdú.
Undanfarið hef ég líka haft svo mikið að gera að ég hlunnfór mig í meira en viku um mínar reglulegu sundferðir sem er hábölvað.
Lengra geng ég ekki í ragninu og er þó af nógu að taka. Hnuss.
Dægurmál | Breytt 21.3.2007 kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)