Miðvikudagur, 21. mars 2007
Ég trúi á kynbundinn launamun
Oddný Sturludóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir deildu um kynbundinn launamun í Kastljósinu. Önnur trúir á hann, hin ekki.
Setjum sem svo að við vöðum öll í villu og svíma og þessi 15% munur sé ekki kynbundinn, hvað veldur honum þá?
Lengri vinnutími?
Meiri ábyrgð?
Fleiri undirmenn?
Meiri afköst?
Meiri viðvera?
Færri veikindadagar?
Meiri samviskusemi?
Minni fjarvistir vegna barna?
Meiri menntun?
Meiri mannleg hæfni?
Almenn klókindi?
Betra skap?
Meiri þátttaka í félagslífi?
Skjótari ákvarðanataka?
Meira sjálfstraust?
Ríkari kaupkröfur?
Sannast sagna held ég enn að mismununin sé kynbundin. Og ég held að launaleyndin vinni líka gegn hagsmunum karla því að það er ekki sjálfgefið að karlar vilji svína á konum.
Þetta má alls ekki skilja sem gagnrýni á karlmenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Vændi sér til afþreyingar
Ég fæ ekki betur heyrt en að vændi sér til framfærslu (206. gr.) sé bannað. Hugsanlega merkir það í reynd að þriðji aðili megi ekki hagnast á sölu líkama annars en ég gæti allt eins gagnályktað að vændi væri aðeins leyft sér til gamans, ef maður vildi safna sér fyrir utanlandsferð - eða kannski háskólanámi.
Svo er maður orðinn samdauna orðalaginu að ég hef aldrei fyrr veitt þessu athygli þótt það hafi iðulega borist um.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)