Prósenta eða prósentustig

Ég held að ég þekki muninn en ekki Trausti Hafliðason sem skrifar leiðara Blaðsins í dag.

Lárus Ingólfsson kenndi mér stærðfræði í 9. bekk og það var sko ekkert slor. Ég lærði svo mikið að ég fór fullnuma í máladeild og útskrifaðist úr stærðfræði með láði í 2. bekk.

Nei, grínlaust, Lárus var og er góður kennari. Og Trausti sagði í leiðaranum að munurinn á 29% og 43% væri 14 prósent - þegar hann hlýtur að meina prósentustig.

Ef 14% væri bætt við 29% væru það 4,06% og þá væri heildartalan 18,06%. Ef 14% eru dregin frá 43% eru það 6,02% og þá er talan 36,98%.

Hins vegar er munurinn á 43% og 29% 14 prósentustig sem er fasti.

Mér finnst þetta svo einfalt þegar ég hugsa þetta. Finnst einhverjum að ég ætti að leita Lárus uppi?

Ég ætla að prófa þetta: 20% af 10 eru 2, og 10-2=8. Ef við bætum %-merkinu aftan við má segja 10%-2%=8% þannig að þegar 10 minnka um 20% minnka þau um 2 prósentustig.

Mér finnst þetta snilldarleg pæling - en kannski aðeins of prívat. Gott að enginn les þetta ...

Ég gæti líka haft svona erindi um helmingi hærri upphæð (50%, 100 -> 150) og helmingi lægri upphæð (50%, 150 -> 75). Ég gæti ...


Bloggfærslur 22. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband