Silfur vikunnar fær gull

Mér finnst margt og mikið um þau orð sem féllu og þá einstaklinga sem fram komu í Silfri Egils að þessu sinni en læt mér nægja að segja að ég átti óvenjulega erfitt með að slíta mig frá því þótt ég horfði á það í tölvu.

Jú, eitt til viðbótar, ég var (fyrr í vetur?) spennt að sjá hvor næði formannssætinu í Heimdalli, Erla Ósk Ásgeirsdóttir eða Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Nú eru þær báðar búnar að vera í sjónvarpi í vikunni og áherslumunurinn er enginn nema jú, Erla trúir að launamunur sé að einhverju leyti kynbundinn meðan Heiðrún fullyrðir að hann sé enginn.  


Baugalínin í Kastljósi

Sérkennileg nálgun, viðtalið byrjar á því að mælandinn ber af sér skrök. Ekki datt mér í hug að Baugalín sem ég reyndar hef aldrei heyrt nefnda áður bæri þennan atburð ranglega á ónafngreindan mann. Eva María nálgast það þannig og sálfræðingurinn er líka látinn svara því fyrst eins og að það sé það fyrsta sem áhorfendum gæti dottið í hug.

Sérkennilegt.


Setjum bílana í kvóta

Í gærmorgun var ég á stjákli við Miklubraut og komst illa leiðar minnar vegna fjölda bíla sem var lagt uppi á gangstétt. Svo rammt kvað að aðsókninni að ekki-bílastæðunum að sumir bílar voru m.a.s. kirfilega lokaðir inni. (Gott á þá.)

Í gærkvöldi var ég í rútu sem komst ekki eftir Aðalstrætinu vegna þess að bílum var lagt uppi á gangstétt og niðri á akbrautinni. Til að teppa ekki umferðina endaði bílstjórinn með því að keyra samt áfram og dragast eftir einhverju járnvirki vinstra megin sem rispaði hliðina myndarlega (UL 636).

Og lausnin er ekki sú að búa til fleiri bílastæði, hvorki ofan jarðar né neðan. Töfraorðið er hugarfarsbreyting. Göngum meira, göngum a.m.k. frá þeim bílastæðum sem eru nú þegar til. Samnýtum ferðir. Notum strætó. Þéttum byggð. Við búum í samfélagi, ekki þúsundum einfélaga þar sem ekkert rúmast nema þrengsti hópur aðstandenda.

Og hvernig væri að þurfa að sækja um kvóta fyrir bílaeign? Ha? Er þetta ekki auðlind?? Það þyrfti auðvitað að endurnýja kvótaleyfið reglulega.

HUGARFARSBREYTING er lausnarorðið.


Bloggfærslur 25. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband