Föstudagur, 30. mars 2007
MK tapaði naumlega
Sögnin að bera getur verið bæði sterk og veik. Um hana var spurt í Gettu betur kvöldsins (og engar pulsur, hehe). Davíð Þór notaði dæmi: Hann bar sig mannalega. Hann beraði sig mannlega.
Tvær skemmtilega gjörólíkar merkingar.
Það verður áreiðanlega júbíleað mikið í MR á mánudaginn.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. mars 2007
Daglegar auglýsingar í Fréttablaðinu og Blaðinu
Hvað dvelur orminn langa? Ansi margir luku upp einum munni um nauðsyn þess að koma í veg fyrir klám um daginn. Við erum andvíg vændi. Því til viðbótar vil ég segja að ég vil almennt ekki að fólk þurfi að gera það sem stríðir gegn sannfæringu þess eða velferð, vinna mannskemmandi vinnu, fá of lág laun eða hrærast í óheilbrigðu umhverfi.
Úr því að það er ólöglegt að framleiða, flytja inn og dreifa klámi - hvers vegna er þá vændi auglýst átölulaust í blöðunum? Eða er símavændi í lagi? Ég er t.d. að horfa á blaðsíðu 40 í Blaðinu og sé þar auglýsingu um símakynlíf. Má það?
![]() |
Mikill meirihluti vill að kaup á vændi verði refsiverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 30. mars 2007
Pulsa
Segi og skrifa. Mér finnst það bara hræsni að segja og skrifa pylsa. Þoli öðrum þó auðvitað líka sérvisku.
Í dönsku er orðið pølse og ég stend í þeirri meiningu að ø geti breyst í hvort sem er u eða y.
Geri samt ekki ráð fyrir að Davíð Þór spyrji um þetta í Gettu betur sem ég get loksins loksins horft á. Viiií. Hef misst af öllum þáttunum eftir að keppnin færðist í sjónvarpið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)