Umhverfisvinir í raun

Sjálf missti ég af kvöldfréttum en síðunni barst þessi sending frá æstum umhverfisvini, og reyndar systur hjólreiðamanns Íslands nr. 1:

Hvað er að mönnum! Það tala allir um mengun og það að Íslendingar verði að fara að breyta bílaflotanum, minnka notkun einkabíla og blablabla en svo á að setja allt í stokk fyrir marga milljarða króna í stað þess að fara fram á það að fólk breyti lífi sínu og fari út í refsiaðgerðir (eins og t.d. hefur verið gert í mörg ár í Sviss); leyfa eingöngu bílum með slétta tölu í enda bílnúmers að aka á mánud., miðvd. og föstd., en bílar með oddatölunúmer í enda mega aka á þri., fim., lau. Banna  nagladekk innan borgarmarka.


Endurskipuleggja og hafa ódýrara í strætó (eða ókeypis), búa til hjólastíga út um allt (það er t.d. létt að hjóla milli Garðabæjar og Háskólans í Reykjavík því þar eru fáar brekkur en það er hins vegar lífshættulegt að hjóla þar á milli eins og staðan er núna - með engan hjólastíg). Það væri hægt að tolla bíla hærra eftir því sem þeir eyða meira o.s.frv. o.s.frv.


Möguleikarnir til þess að minnka umferð í borginni (og þar með leggja okkar af mörkum til minnkandi mengunar í heiminum) eru endalausir en menn eru eins og hálfvitar og gagga bara: STOKK - STOKK - STOKK!

bless! Á

E.s. Japanir og Kínverjar ganga ekki endilega með grisju fyrir andlitinu vegna mengunar heldur vilja þeir ekki smita aðra af t.d. kvefi (ef þeir eru kvefaðir!). Svona eru þeir nú kurteisir!! Íslendingar sjá hins vegar bara manneskju með grímu og halda auðvitað að þeir séu að verja sig en ekki aðra - enda ekki til hjá okkur þessi tillitssemi!!

Eru ekki líka til einhvers konar loftbóludekk? Ég man ekki betur en að Anton hafi talað um þau. Og hvað er að frétta af vetnistilrauninni? Það myndi hjálpa að vera með umhverfisvænna eldsneyti. Metan?

Og ef til mín sést með grisju fyrir andlitinu er það alls ekki vegna svifryks. Nú ætla ég að verða tillitssami Íslendingurinn og hætta að hnerra framan í næsta mann. Hahha.


Þegar gefa skal matvæli ...

Við Ásgerður (Bergs, ég þekki ekki Ásgerði Flosa) vorum að tala um það í gær hvað okkur sviði þegar vel ætum mat væri hent á haugana og hann nánast urðaður í beinni útsendingu af þeirri einu ástæðu að hann væri kominn fram yfir tilbúna dagsetningu.

Mér finnst auðvitað ekki að nokkur eigi að borða ónýtan mat og alls ekki að einhver eigi að slá sig til riddara með því að gefa öðrum ónýtan mat. En þessar dagsetningar eru ekki heilagar. Ýmis pakkamatur er stimplaður einhver ár fram í tímann. Hvernig má það vera að niðursuðuvara er í lagi 31. mars og svo ónýt 1. apríl?

Er þetta ekki eitthvert gabb? Erum við orðin svo neyslustýrð að við látum alfarið stjórnast af dagsetningum?

Ég veit ekki hvað var í þessum 3,5 tonnum sem voru pressuð, en það þarf enginn að segja mér að rækjuflögur sem eru bestar fyrir 31. desember 2006 séu eitraðar og skaðlegar 1. mars. Þær gætu verið orðnar linar en ég man líka eftir að hafa fengið ólystugar kartöfluflögur upp úr poka löngu fyrir útrunninn tíma. Þetta eru viðmiðunardagsetningar.

Einu sinni vann bróðir minn í ljósmyndavörubúð. Þá voru myndir teknar á filmu og hann var áhugaljósmyndari. Eftir tiltekinn líftíma filmanna var komin reynsla á að þær gætu verið orðnar ónýtar og þá var vitaskuld ekki hægt að selja þær fólki sem ætlaði að varðveita augnablikið. Hann sem áhugaljósmyndari að gera tilraunir og sem framkallaði myndirnar sínar sjálfur gat vel tekið áhættuna og honum voru stundum gefnar filmur.

Er þessi brottkastsárátta ekki bara hluti af markaðshyggjunni?


Bloggfærslur 6. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband