Farsæld til framtíðar?

Fiskur og ferðamenn - sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Stóriðja. Fjármálaumsvif.

Eru þetta ekki lykilhugtökin í atvinnu- og þjóðlífi nánustu framtíðar? Eitthvað þessu líkt er á dagskrá  Iðnþings 2007 á morgun en ég er svo óáttuð að ég sé alls engan fulltrúa frá ferðaþjónustunni, engan frá hinu meintu nýju framboðum til Alþingis og gott ef það vantar ekki fleiri fulltrúa.

En kannski á iðnþingið ekki að endurspegla neina breidd.


Ætli ég vinni í kosningunum í vor?

Nú er mér mikill vandi á höndum. Í dag barst mér bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar þar sem hann óskar eftir starfskröftum mínum „í undirkjörstjórn á kjörstað sem næst heimili“ mínu í alþingiskosningunum 12. maí.

Ég hef „lagt Reykjavíkurborg lið“ nokkrum sinnum, framan af mér til óblandinnar ánægju en síðustu tvö skipti hef ég verið óheppin með samstarfsfólk í kjördeild. Þetta er nefnilega ekki svo einfalt að maður bara rétti fram lúkuna eftir persónuskilríkjum, það þarf að leiðbeina sumum kjósendum, fylgja fram í yfirkjörstjórn, merkja rétt í bókina, 0 fyrir konur og X fyrir karla (eða öfugt) í réttan dálk og stemma af - stemma af - stemma af og passa að öllum tölum beri saman. Og nógu slæmt er að vera í samfloti með fólki sem kann þetta ekki, enn verra er þegar það heldur að það geti og kunni - en kann hvorki né getur.

Þóknunin fyrir setu í undirkjörstjórn er 23.000. Þótt upphæðin sé lág fyrir 14-15 tíma laugardag hefur mér þótt það hégómi enda er þetta í eðli sínu þegnskylduvinna. Og ef það er gaman ...

Spurningin frá mér til mín er bara hvort nú sé nóg að gert. Ég ætti kannski að finna mér annan og félegri félagsskap þann 12. maí næstkomandi.

Að auki finnst mér óþarfi að skrifstofa borgarstjórnar biðji mann að tilkynna um þáttöku eða forföll. Hvort myndi ég þá aka þátt eða taka þát?


Bloggfærslur 8. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband