Sunnudagur, 1. apríl 2007
Setjum sem svo að Mjólkursamsalan hafi rétt fyrir sér
Ég hef ekki neinar forsendur til að giska á verð í ostakvóta eða hvort menn noti hann eða ekki. En setjum sem svo að Mjólkursamsalan ljúgi engu - ekki dettur mér í hug að væna hana um lygar - eigum við þá bara að vera glöð með að borga um og yfir 1.000 kr. fyrir kílóið af allrahanda ostum? Fyrir mig sem neytanda er Mjólkursamsalan ekki vandamálið, heldur ALMENNUR SKORTUR Á SAMKEPPNI.
Er hægt að auka samkeppnina? Eða verðum við vegna smæðar markaðar alltaf undirseld fákeppni?
![]() |
Mjólkursamsalan segir rangt að tilboð fyrirtækisins í ostakvóta hleypi upp verði á kvótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Umræðan í Silfrinu
Þetta er hugsað sem rapport fyrir Stínu sem býr í Kanada og er nýbúin að uppgötva Silfur Egils á netinu.
Fyrst voru (sitjandi frá vinstri) Lúðvík Geirsson (bæjarstjóri í Hafnarfirði), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra, búsett í Hafnarfirði), Kristrún Heimisdóttir (lögræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar) og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (frambjóðandi fyrir Vinstri græna). Þau ræddu íbúakosninguna í Hafnarfirði í gær um framtíð álversins.
Svo fór Lúðvík Geirsson, og Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull Hjallastefnunnar, kom í hans stað.
Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, talaði við Egil um hitamálið útlendinga, ekki síst af því að í Fréttablaðinu er í dag auglýsing frá flokknum um það hvernig þeir vilja taka á fjölgun útlendinga til landsins.
Skáldin Gunnar Smári Egilsson, Þráinn Bertelsson og Guðmundur Andri Thorsson töluðu um ... úps, þarna datt ég út, og loks var einhver Slavoj Zizek að tala um róttækni.
Eins og sést er heilmikið puð að skrifa svona rapport þannig að, Stína mín í Kanada, þetta verður síðasta skiptið, hemm hmm.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Er þetta aprílgabb?
Æ, mér er bara orðið svo kalt eftir veturinn að það væri næstum hægt að trekkja mig upp í að fara hvert sem er. Og 12 gráður hljóma eins og hellingur. Og eru hellingur í morgunsárið. Við þangað! Seyðisfjörður er eðalstaður.
Annars er viðbúið að menn verði vel vakandi fyrir aprílgöbbum í dag.
![]() |
12 stiga hiti á Seyðisfirði í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)