Mánudagur, 16. apríl 2007
8.618 bílar pressaðir í fyrra
DV segir að tæpir 9.000 bílar hafi lent undir pressunni á síðasta ári. Úrvinnslusjóður tekur á móti, borgar úrvinnslugjald og telur.
Ef rétt er munað er bílaeign landsmanna um 700 á hverja 1.000 íbúa og þá eru um 215.000 bílar í landinu. Þannig eru 9.000 stykki um 4% þeirra allra.
Þegar ég sá töluna á forsíðu DV fannst mér hún svakalega há og ég hef ekki skipt um skoðun. Meðalaldur bílanna var 13 ár. Fólk hendir bílunum sínum af því að það kemur nýrra módel og það hefur peningaleg efni á að kaupa sér nýjan.
Er ekki eitthvað vitlaust við þetta?
Tvennt rifjast upp fyrir mér. Ellamaja seldi bílinn sinn fyrir tveim árum, módel 1998, og prísaði sig sæla að hann seldist yfirleitt, 7 ára gamall og vel meðfarinn. Hún sagði að það væri byrjað að pressa bíla einu ári eldri.
Og Kjartan ætlar að kaupa gamlan óséðan pallbíl á 50.000 kr. af því að hann langar að gefa honum framhaldslíf.
... reyndar ekki bíllinn - og gæti þó verið, hann er enn óséður, hahha.
Gott að eiga svona meðvitaða vini.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Atferli fólks í sundi ... er misgott
Ég er með hugmynd að lausn: Fjölgum sundlaugunum, en byrjum á því að stækka sundlaugina við Barónsstíginn. Fáum útilaug til viðbótar við innilaugina. Þar er pláss og þar vantar tilfinnanlega fleiri sundbrautir. Vilhjálmur Vilhjálmsson má eiga hugmyndina með mér.
Þegar ég er búin að láta svona í ljósi gremju mína yfir atferli fólks í laugunum þetta er nefnilega ekkert óalgengt verð ég að segja að mér fannst laugin á Dalvík mjög skemmtileg þegar ég fór í hana fyrir löngu. Þar var spiluð tónlist! Mér finnst sérlega gaman að fara í sund þegar ég er utan Reykjavíkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)