Laugardagur, 21. apríl 2007
Vantar ekki starfsfólk á Akranesi?
Að sumu leyti vildi ég að ég væri ekki svona kaldhæðin - og mér finnst virkilega leiðinlegt að það skyldi brenna á miðvikudaginn - en 100 stöðugildi í Reykjavík eru eins og 1 á 100 sinnum minni stað. Hvað búa margir á Flateyri? Í hversu marga daga var fjallað um það þegar níu misstu vinnuna hjá Kambi þar um síðustu mánaðamót? Ég þekki ekki til en man eftir að hafa lesið eina mbl-frétt hálfum mánuði síðar. Það var náttúrlega mannleg ákvörðun sem bruninn í Austurstræti var ekki.
Hvernig er brugðist við þegar fólk á Stöðvarfirði missir vinnuna - vegna mennskra ákvarðana? Mönnum er sagt að fara í næsta fjörð. Og því spyr ég í kaldhæðni minni: Er ekki góður veitingastaður á Akranesi sem getur bætt við sig fólki? Strætósamgöngur eru alltént góðar þangað. Um það er ég alltaf að lesa hjá Gurrí sem fer næstum daglega á milli.
Ég samhryggist öllu því fólki sem sér fram á óvissu og tekjumissi.
![]() |
Störf hátt í hundrað einstaklinga í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Skyldu nöfnin verða lesin upp á Sky og aðstandendum send blóm?
Nei, Vesturlandabúum stendur á sama um sómalísk nöfn og ástæður þess að nafnhafarnir eru sendir yfir móðuna miklu. Ef við höfum bumbuna okkar og pláss fyrir poppskálina látum við okkur 100 Mógadisja til eða frá í léttu rúmi liggja.
Sumir kalla þetta velmegun.
![]() |
Rúmlega hundrað óbreyttir borgarar fallnir í Mogadishu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)