Undarlegar eru fyrirsagnir bankanna

Glitnir segir, Glitnir segir ... að heimilin eigi núna meiri eignir en skuldir. Áreiðanlega er þetta eitthvert meðaltal og meðaltalsheimilismaðurinn er ekki til, ekki frekar en meðalneminn sem skólakerfið hnitast svolítið um.

Þetta með að eignir hafi aukist umfram skuldir - sem kemur að einhverju leyti til af því að íbúðir hafa hækkað í verði án þess að eigandinn hafi selt eða keypt, fjölskyldustærð breyst eða handbærum krónum fjölgað - minnir á þá fjöldamörgu sem bjuggu eitt árið allt í einu í stærri íbúðum en þeir keyptu AF ÞVÍ AÐ FARIÐ VAR AÐ REIKNA UTANMÁL ÍBÚÐA EN EKKI LENGUR INNANMÁL. Veggir voru þannig komnir inn í fermetrafjöldann - og fólk bjó þannig í stærra húsnæði. Ja, fjandinn fjarri mér.

Aðrar fréttir af fjárhagsstöðu heimilanna hafa undanfarið hermt að fólk nýti yfirdráttinn í botn á ný (eftir að íbúðalán bankanna komu til skjalanna 2004 og fólk tók þau frekar en neyslulán), íbúðir hafi verið settar á uppboð og að heimsóknum hafi fjölgað á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

En Glitnir segir að eignir heimila hafi aukist umfram skuldir. Og hefur reiknað það út ...


mbl.is Segja eignir heimila hafa aukist meira en skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband