Gamalt kók á nýjum belgjum

Ég fór á fund undir kvöld. Þar voru veitingar í lok fundar. Ég sá á borðum kók nokkurt zero, ákvað að láta mig hafa það að bragða á drukknum - og hann reyndist eins og aðrir þeir sykurlausu kókdrykkir sem ég hef bragðað. Ég hlýt að hafa lélegt bragðskyn.

Miklu eftirminnilegra er það létta hjal sem við tókum upp við gosdrykkjuna um tungumál hinna ýmsu þjóða, þýðingar þar á milli, Wuthering Heights og pólitísk þrætuepli.

Ég set stefnuna á aðalfund Bandalags þýðenda og túlka aftur að ári. Og obbolitlu veitingarnar dugðu ...


YouTube-tilraunin mín - áhyggjur Dana af samskiptaleysi sínu


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband