Heilög stund á Rás 2

Spurningakeppni fjölmiðlanna er páskagleðin mikla, stendur yfir milli kl. 1 og 2 flesta páskadagana, endurtekið eftir kvöldfréttir. Mæli augljóslega með þessu útvarpsefni.

Skírdagur þénugur dagur til verðlagseftirlits

Ég man ekki hvar ég heyrði það eða nákvæmlega hvenær en einhvers staðar var sagt að lágvöruverðsverslanirnar hefðu lækkað verð hjá sér um 11% vegna lækkaðs virðisaukaskatts.

Nú er ég með samanburð á þremur vörutegundum sem annars vegar voru keyptar rétt fyrir miðjan febrúar og hins vegar nú í dymbilviku.

Spínat kostaði 267 en kostar nú 248 (niður um 7%).

Pólarbrauð kostaði 159 en kostar nú 158 (niður um 0,5%).

Lúxusíspinnar kostuðu 337 en nú 315 (niður um 5,5%).

Og svo á maður að trúa útreikningum til þess bærra aðila. Þetta er nefnilega eins og með bankana, það er allt reiknað út frá einhverju meðaltali sem enginn lifir eftir. Við erum nefnilega vaðandi í frávikum.

Hnuss. Og hér kemur ný mynd af Grumpy til að útskýra gremju mína:

 


Bloggfærslur 5. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband